© 2026 Tix Ticketing
Þjóðleikhúsið
•
8 shows
Ticket prices from
ISK 5,500




Litlir ungar í leikhúsi
Einstök leikhúsupplifun fyrir þau allra yngstu
Inn á milli mjúkra þúfna og glitrandi stráa hefur lítill fugl búið sér hreiður. Þar liggur hann, fullur eftirvæntingar, og bíður þess að litlu undrin hans, eggin, klekist út. Hreiðrið er heillandi upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára, ásamt fólkinu þeirra. Litlum leikhúsgestum er boðið að setjast í hreiðrið, láta skynfærin njóta sín og taka þátt í leiknum: snerta, heyra, sjá og finna heim töfra, lita og hljóða.
Litla sviðinu verður umbylt fyrir sýninguna og útbúið sérstaklega fyrir litla áhorfendur sem geta skriðið öruggir um mjúkt og litríkt rýmið. Í sýningunni eru fá orð notuð og notast er við tákn með tali, og þess vegna hentar sýningin vel fyrir börn með ólík móðurmál og heyrnarskert börn. Kjörin fyrsta leikhúsupplifun!
AGNARSMÁIR ÁHORFENDUR – UMVEFJANDI RÝMI – LITIR OG LJÓS
Verkið er úr smiðju listafólksins í Miðnætti, leikhóps sem hefur skapað sér nafn fyrir frumlegar og vandaðar sýningar fyrir yngstu áhorfendurna, svo sem Tjaldið, Á eigin fótum og Geim-mér-ei. Einnig sköpuðu þær Agnes, Eva Björg og Sigrún hina dásamlegu sýningu Blómin á þakinu fyrir Þjóðleikhúsið.
Aldursviðmið: 3ja mánaða til 3ja ára.
Leikstjórn: Agnes Wild
Leikmynd, búningar og brúður: Eva Björg Harðardóttir
Tónlist: Sigrún Harðardóttir
Miðnætti í samstarfi við Þjóðleikhúsið

