Söngleikurinn Kabarett

Þjóðleikhúsið

8 shows

Ticket prices from

ISK 0

Hér getur þú öllu gleymt

Er lífið eintóm vonbrigði? – Ekkert mál!

Í Þjóðleikhúskjallaranum býðst þér að gleyma öllum áhyggjum á Kabarett klúbbnum Kit Kat. Tónlistin er falleg, fólkið er fallegt og þér er boðið fallega að njóta gleðinnar með okkur! Söngleikurinn Kabarett er ódauðleg klassík sem fjallar á ögrandi hátt um samfélag á heljarþröm. Verkið býður okkur í tímaferðalag tæplega 100 ár aftur í tímann?inn á stórfjörugan en afar kynlegan skemmtistað í Berlín. Í næturhúminu blómstra ástin, frelsið og listin en samtímis eykst ógn nasismans fyrir utan veggi klúbbsins dag frá degi. Sýningin fæst á djarfan og ærslafullan hátt við lævíst eðli illskunar og viðbrögð okkar við henni.

LASTABÆLIÐ BERLÍN – FRÆGUR SÖNGLEIKUR – NÆSTA KYNSLÓÐ

Leikhús ókunnuga fólksins er nýr hópur ungs listafólks með fjölbreyttan bakgrunn sem hefur ástríðu fyrir söngleikjaforminu og tekst hér á við hinn geysivinsæla söngleik Kabarett með nýstárlegum hætti.

Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta klúbb í heimi!

Í samstarfi við Leikhús ókunnuga fólksins. Söngleikurinn Kabarett eftir Joe Masteroff og Fredd Ebb

Tónlist: John Kander

Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson

Leikstjórn: Bjartur Örn Bachmann

Aðstoðarleikstjórn: Arndís María Ólafsdóttir

Dramatúrgía: Níels Thibaud Giererd

Sviðshreyfingar: Júlía Kolbrún Sigurðardóttir

 Dans: Sally Cowdin

Tónlistarstjórn: Fannar Sigurðsson og Þorsteinn Jónsson

Búningar: Hulda Kristín Hauksdóttir

Leikgervi: Kristjana Rós Sigurðardóttir

Leikmynd og leikmunir: Bryndís Magnúsdóttir og Melanie Ubald.

Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Hljóðhönnun: Þórður Gunnar Þorvaldsson.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger