Ormstunga

Þjóðleikhúsið

10 shows

Ticket prices from

ISK 0

Hvað gerir mann að hetju?

Ung skáld takast á í glænýjum og kraftmiklum stórsöngleik þar sem ekkert er gefið eftir

„Ekki er mark að draumum.“

Ormstunga er glænýr og ferskur íslenskur söngleikur byggður á Gunnlaugs sögu Ormstungu, sígildri sögu sem er í senn spennandi, fyndin og hjartnæm. Höfundarnir eru af yngstu kynslóð leikhúslistafólks, og ná með glæsilegum hætti að vinna úr menningararfi okkar í nútímalegu og heillandi formi. Fjölmargir leikarar Þjóðleikhússins koma fram í þessari æsispennandi sýningu sem margt af okkar færasta leikhúslistafólki tekur þátt í að skapa. Ormstunga er söngleikur fyrir unga sem aldna, með kraftmikilli og fjölbreyttri tónlist.

Gunnlaugur Illugason, Hrafn Önundarsson og Helga hin fagra Þorsteinsdóttir mynda einn frægasta ástarþríhyrning fornbókmenntanna. Of lengi hafa örlögin hrjáð þau en nú fyrir framan áhorfendur fá þau loksins að gera upp sín mál!

Saga um drauma, ástir og ill örlög. Frískleg og kraftmikil endursköpun á íslenskum menningararfi.

Orka og ferskleiki söngleikjaformsins mæta átakaþrungnum heimi Íslendingasagnanna.

ÁST OG HATUR - FRÆGÐ – TÓNLISTARBOMBA - ÍSLENDINGAR Í ÚTRÁS

Námskeið í tengslum við sýninguna hjá Endurmenntun HÍ.

Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jakob van Oosterhout, Kjartan Darri Kristjánsson, Kristinn Óli Haraldsson, Nick Candy, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Selma Rán Lima, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Örn Árnason

eftir Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson

Handrit og söngtextar: Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson

Tónlist: Hafsteinn Níelsson

Meðhöfundur tónlistar og tónlistarstjórn: Jóhannes Damian R. Patreksson

Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson

Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir

Búningar: María Th. Ólafsdóttir

Lýsing: Garðar Borgþórsson

Hljóðmynd: Þóroddur Ingvarsson og Brett Smith

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger