Íbúð 10B

Þjóðleikhúsið

6 shows

Ticket prices from

ISK 7,950

Húsfélagsfundur verður að vígvelli

Ögrandi og meinfyndið verk beint úr íslenskum samtíma

„Þetta eru ekki bara einhverjar fasteignir. Þetta eru heimili okkar, heimili barnanna okkar.

Þetta er okkar líf, allt sem skiptir okkur máli. Okkar griðastaður.“

Einn eigenda glæsilegs fjölbýlishúss í Reykjavík hefur ákveðið að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir tuttugu arabíska hælisleitendur. Aðrir íbúar í húsinu eru mjög hlynntir fjölbreytileika en sætta sig ekki við að reglur húsfélagsins séu fótumtroðnar. Nú reynir á yfirvegun og samstöðu. Og hvar liggja mörk góðmennskunnar?

Marta og Heiðar bjóða nágrönnum sínum heim til að ræða málin yfir góðum ostum og víni. Undir kurteislegu yfirborðinu tekur brátt að glitta í lögmál frumskógarins og notaleg kvöldstund snýst upp í harðvítug átök þar sem villidýrseðlið brýst fram. Við viljum vera góð - en hversu langt erum við tilbúin að ganga?

BAKTJALDAMAKK – BRODDUR Í ÞESSU (BEITTUR HÚMOR) – MARGSLUNGIN FLÉTTA

Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann unnu saman að hinni stórbrotnu kvikmynd Snertingu og leiða nú saman hesta sína að nýju á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Verk þeirra hafa heillað lesendur og áhorfendur um allan heim og sópað að sér verðlaunum.

Frábærlega vel skrifað og spennuþrungið leikrit, sem heldur þér í heljargreipum.

Leikarar: Björn Thors, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Saga Garðarsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Margrét Vilhjálmsdóttir.

eftir Ólaf Jóhann Ólafsson

-

Leikstjórn: Baltasar Kormákur

Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir

Búningar: Sunneva Ása Weisshappel

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger