Vitringarnir 3 - 2025

Hof

12. - 13 December

Sale starts

22 August 2025 at 10:00

(in 3 months)

Betlehem kynnir: Vitringarnir 3 - 2025 

Vinirnir, skemmtikraftarnir og söngvararnir Eyþór Ingi, Jógvan Hansen og Friðrik Ómar boða fagnaðarerindið á ný á aðventunni 2025. Vitringarnir 3 færa ykkur grín, grúv og gæsahúð með stórhljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og gestum. 

„Við erum ennþá á bleiku skýi eftir viðtökurnar í fyrra. Gestirnir okkar tóku svo vel á móti okkur. Við erum spenntir að fylgja fyrstu sýningunni okkar eftir og vonumst til að hitta ykkur sem flest aftur á aðventunni 2025.” 

Drengina þarf vart að kynna en þeir eru jú skemmtilega ólíkir, allskonar og hinsegin en umfram allt stórstjörnur í Klakksvík, í Færeyjum og á Dalvík. Gestir mega eiga von á guðdómlegri blöndu af gamanefni og tónlist. 

Forsala verður 22. ágúst kl. 10:00 fyrir þá sem skrá sig á póstlista Vitringanna á www.vitringarnir3.is 

Fyrirspurnir og hópabókanir sendist á info@betlehem.is 

Tónleikahaldari: Betlehem ehf.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger