© 2025 Tix Ticketing
Hannesarholt
•
10 May
Ticket prices from
ISK 3,900
Eftir tveggja ára feril og fjölda tónleika gefur raf-folk hljómsveitin Emma út sitt fyrsta lag, Stranger Now, og verður tónlistarmyndbandið frumsýnt í Hannesarholti. Einnig flytur hún lagið og fleiri af komandi plötu. Myndbandið er sköpun Steinars Þórs Kristinssonar, nemanda á kvikmyndabraut LHÍ og leikstjóra með einstaklega listrænt auga.
Lagið Stranger Now er fallegt en spennuþrungið. Því mætti lýsa sem folk-tónlist með rafrænu ívafi og tilfinningaríkum söng. Það byrjar rólega en orkan stigmagnast er hljóðheimur þess stækkar. Lagið fjallar í einföldu máli um hvernig hlutir sem eru okkur kunnugir og kærir geta skekkst og orðið „strange“.
Ath. það er námsmanna/grasrótar afsláttur með kóða.