© 2025 Tix Ticketing
Hof
•
15 November
Sale starts
2 May 2025 at 10:00
(in 6 days)
Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlega tónleika á Akureyri eftir viðburðaríkt ár.
Snemma árs sendi sveitin frá sér breiðskífuna, Í raunheimum, sem inniheldur lagið Fullkomið farartæki. Þetta er stærsti smellur sveitarinnar um langa hríð og var valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, Rás 2 og Bylgjunni.
Á þessum tónleikum mun kenna ýmissa grasa þar sem helstu smellirnir verða fluttir í bland við nýjustu lögin.
Hljómsveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar verða þeir Guðmundur Pétursson, gítarleikari og Ingi Skúlason, bassaleikari.