© 2025 Tix Ticketing
Gullhamrar
•
31 May
Ticket prices from
ISK 15,900
Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík 2025 verður haldinn í Gullhömrum þann 31.maí.
Segja má að Stúdentafagnaðurinn, einnig nefndur Júbilantaballið, sé “Móðir allra árshátíða”. Um er að ræða gala-viðburð með sitjandi borðhaldi, ræðuhöldum og dansleik með lifandi tónlist í félagsskap nýstúdenta og annarra afmælisárganga. Þannig skemmta sér saman gamlir, ungir og miðaldra sem allir bindast þeim órjúfanlegu böndum sem felast í því að vera MR-ingar. Bekkir og árgangar hittast gjarnan í einkasamkvæmum til að rifja upp stúdentsárin og treysta vinaböndin áður en haldið er á fagnaðinn.
Stúdentafagnaðurinn ár hvert er afar glæsilegur og eftirminnilegur en oft eru fleiri en ein kynslóð úr sömu fjölskyldu á ballinu sem gerir andrúmsloftið einstakt.
Matseðil kvöldsins má finna hér að neðan:
Matseðill:
Forréttur: Villisveppasúpa
Aðalréttur: Grilluð nautalund
Eftirréttur: Karamellusúkkulaðimús með passionkremi
Vegan-matseðill:
Forréttur: Villisveppasúpa
Aðalréttur: Wellington með rótargrænmeti, kartöflubátum og kryddjurtasósu
Eftirréttur: Ostakaka með ferskum berjum og hindberjasósu