Passía á Föstudaginn langa

Breiðholtskirkja

18 April

Í fyrra flutti Kór Breiðholtskirkju verkið Passía eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur fyrir troðfullri Breiðholtskirkju og nú er komið að því að endurtaka leikinn.

Passía er ofsalega fallegt verk samið við biblíutexta, Passíusálma Hallgríms Péturssonar og brot úr sögunni Undir sverðsegg eftir Jakobínu Sigurðardóttur.

Þessir tónleikar verða jafnframt þeir síðustu hjá Kór Breiðholtskirkju í núverandi mynd þar sem Örn Magnússon er að láta af störfum sem organisti Breiðholtskirkju og því síðast séns að koma og njóta með okkur.

Einsöngvarar eru Áslákur Ingvarsson, Ásta Sigríður Arnardóttir, Bergþóra Ægisdóttir og Hafsteinn Þórólfsson.

Hljóðfæraleikarar eru Guðný Einarsdóttir, Óskar Guðjónsson, Steinunn Vala Pálsdóttir og Össur Ingi Jónsson

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger