Júníus Meyvant & Bear the Ant

IÐNÓ

9 May

Ticket prices from

ISK 5,900

Vestmanneyingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson byrjaði að glamra á útjaskaðan gítar á tvítugs árunum og fann sig fljótt í tónlistinni. Hann byrjaði að búa til músík undir nafninu Júníus Meyvant og gaf út sitt fyrsta lag Color Decay árið 2014 sem strax náði heimsathygli og var til að mynda valið lag dagsins á Seattle útvarpsstöðinni KEXP.

Síðan þá hefur hann haldið áfram að grípa hug og hjörtu um allan heim með lögum á borð við Signals, Gold Laces og Ain’t Gonna Let You Drown. Ferillinn spannar nú þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur.

Þjóðlagatónlist Júníusar Meyvant er hjartnæm, hlý og kunnugleg og er hinn óheflaði Unnar skammt undan. Hljóðheimur Júníusar er stór og samansettur af rámri rödd, lokkandi gítarspili, þéttum hrynjanda, lúðrablæstri, hljómborðum.

BEAR THE ANT hafa vakið athygli með draumkenndum hljóðheimi sínum, melódískum lagasmíðum og tónlistarmyndböndum.

Davíð Antonsson, trommari Kaleo, og Björn Óli Harðarson stofnuðu sveitina árið 2022, og gáfu út EP plötuna Unconscious sem innihélt lögin “Hey” og “Higher Times” sem rötuðu beint í toppsæti X977. Hjálmar Karl Guðnason hefur síðan bæst í hópinn. Nú vinna þeir að gerð nýrri plötu sem kemur út á árinu.

Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í fyrra, og mun koma fram á G! Festival í Færeyjum í sumar.

Þeir munu spila glæný lög ásamt eldri, sem einkennast af blöndu af psýkadelísku pop/rokki og sálartónlist.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger