Burtu með fordóma

Vallaskóli Selfossi

1 May

Ticket prices from

ISK 500

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands efnir til fjölskyldutónleika undir yfirskriftinni Burtu með fordóma. Efnisskráin er eins og nafnið gefur til kynna tileinkuð vináttu og samkennd, umburðarlyndi og ást. Tónleikarnir verða í Vallaskóla á Selfossi þann 1. maí og hefjast klukkan 15:00.

Hljómsveitin verður skipuð yfir 100 hljóðfæraleikurum sem margir hverjir eru nemendur í Tónlistarskóla Árnesinga. Þaðan kemur líka sönghópur nemenda sem kallast Söngfuglar og síðast en ekki síst munu elstu nemendur í leikskólum Árborgar koma fram með hljómsveitinni, auk þess að vera ráðgefandi í baráttunni gegn fordómum.  

Felix Bergsson og Gunnar Helgason leiða sönginn og eru jafnframt kynnar á tónleikunum.

Konsertmeistari Greta Guðnadóttir.

Hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi tónleikanna Guðmundur Óli Gunnarsson.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger