Tónlistarbingó í Skógarböðunum Akureyri

Skógarböðin

28 March

Góðgerðartónlistarbingó ÁRSINS föstudaginn 28. mars kl 21:00 - ofan í Skógarböðunum í símanum, með stafrænum bingóspjöldum

ATHUGIÐ TAKMARKAÐ PLÁSS, láttu gott af þér leiða og hafðu fáránlega gaman í leiðinni

Bingóstjórar eru Eurovision stjörnurnar Ágúst og Tinna

Yfir 200 stórglæsilegir vinningar í boði!

Þú færð sendan hlekk í pósti á föstudaginn þar sem þú getur sótt bingóspjaldið

Tryggðu þér pláss í Skógarböðin á www.skogarbod.is

Skógarböðin bjóða öllum bingógestum fast verð í böðin, aðeins 6.000 kr með kóðanum "LCBINGO2025"

Bingóið er haldið á vegum Ladies Circle & Round Table klúbba á Akureyri. (LC1, LC15, LC20, LC22, RT7)

Allur ágóði af sölu bingóspjalda og hulstra rennur í Norðurljósasjóðinn.

Norðurljósasjóður er ætlaður börnum og ungmennum á norður- og norðausturlandi sem eru að takast á við sorg í kjölfar ástvinamissis eða langvinn veikindi hjá sér eða nákomnum ástvinum. Sjóðurinn greiðir fyrir viðtalsmeðferð og er ætlaður þeim sem hafa ekki tök á að standa undir kostnaði þjónustunnar og ekki fundið sig í þeirri opinberu þjónustu sem þeim hefur verið úthlutað.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger