HEIMA 2025

Hafnafjörður

23 April

Sale starts

14 March 2025 at 12:00

(in 4 hours)

Armbönd á HEIMA-hátíðina verða afhent á hátíðardag (23. Apríl) í Ægi brugghúsi frá 14 - 18.00 gegn framvísun miða.

HEIMA fer fram síðasta vetrardag eins og alltaf - 23. apríl í miðbæ Hafnarfjarðar.

HEIMA-hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir og listamenn eiga almennt að venjast.

Þeir sem koma fram á HEIMA í ár eru:
K.óla
Celebs
Brimbrot
Páll Óskar
Gissur Páll
Hafdís Huld
Axel Flóvent
Ólöf Arnalds
Spacestation
Sigga og Grétar
Teitur Magnússon
Dóra og Döðlurnar
Eiki Hauks og Sigurgeir Sigmunds


Sem fyrr munu Hafnfirðingar opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði verður eitt af HEIMA – húsum eins og undanfarin ár og hátíðin nýtir einnig sviðið í Bæjarbíói sem endurspeglar fjölbreytileika hátíðarinnar – allskonar hús og allskonar tónlist.

Listamennirnir/nöfnin eru þrettán í ár og allir koma fram tvisvar í sitt hvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Það eru ekki allir að spila á sama tíma þannig að þeir sem eru duglegastir að rölta milli húsa sjá flest atriði.

Hátíðin hefst í Ægi Brugghús klukkan 14.00 þar sem armbönd og prentuð dagskrá verða afhent. Þar verður boðið upp á eitt og annað skemmtilegt, myndlist (Rokk á flakki) auk þess sem barinn verður opinn og hægt að smakka á sérbrugguðum HEIMA-bjór Ægis.

Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast kl. 19.30 í Fríkirkjunni að lokinni formlegri setningu og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00.

Lokaatriðin í Bæjarbíói eru tvö að þessu sinni, en þar hefst dagskrá klukkan 23:15 og stendur í c.a. klukkustund.

Upp úr miðnætti hefst svo eftirpartí í ÆGI þar sem Dj. Andrea Jóns ætlar að fá fólk til að dansa fram á nótt.

HEIMA er tónlistarhátíð sem býður uppá nánd flytjenda og gesta sem og fjölbreytta tónlist fyrir alls konar fólk á öllum aldri.

Bestu vinir HEIMA eru Hafnarfjarðarbær, Bæjarbíó, Ægir brugghús og Rás 2

Meira á https://www.facebook.com/ heimatonlistarhatid

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger