© 2025 Tix Ticketing
Gamla Bíó
•
28 May
Ticket prices from
ISK 10,900
The Pharcyde mætir til Íslands og heldur upp á 30 ára afmæli meistaraverksins Labcabincalifornia!
Einstakt tækifæri til að upplifa eina af frumlegustu og áhrifamestu sveitum hip hopsins í lifandi flutningi – í sögufræga húsi Gamla Bíó!
Árið 1992 hristu þeir upp í senunni með Bizarre Ride II the Pharcyde og gáfu okkur ódauðlegar perlur eins og "Passing Me By", "Otha Fish" og "Ya Mama" – en það var árið 1995 sem þeir færðu list sína á næsta stig með plötunni Labcabincalifornia.
Með óviðjafnanlegu flæði, hráum og soulful beats frá Jay Dee (J Dilla), settu Pharcyde ný viðmið í hip hopinu. "Runnin’", "Drop", "She Said" svo eitthvað sé nefnt!
Þetta eru ekki bara tónleikar. Þetta er hip hop menning í sinni tærustu mynd, kvöld sem verður skrifað í sögubækurnar.
Það er 20 ára aldurstakmark á þennan viðburð!