© 2025 Tix Ticketing
Langholtsskóli
•
20. - 23 March
Ticket prices from
ISK 2,000
Leikfélag Langholtsskóla kynnir söngleikinn High School Musical.
Söngleikurinn High School Musical er skemmtilegur söngleikur sem er byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 2006.
Söngleikurinn fjallar um hina eldkláru Gabriellu Montez og körfuboltastrákinn Troy Bolton. Troy og Gabriella vilja fara út fyrir þægindarammann og taka þátt í söngleik skólans en það reynist erfitt því systkinin Sharpay og Ryan sem hafa leikið aðalhlutverk í 17 leiksýningum leikfélagsins ætla ekki að sætta sig við neitt annað en að haldið sé í hefðirnar, og að þau fái aðalhlutverkin. Bókaormar, körfuboltastrákar, klappstýrur og vísindakrakkar brjótast út úr hefðunum og leyfa sér að vera einfaldlega þau sjálf.
Sýningin er unnir af nemendum í 9. og 10. bekk undir handleiðslu og leikstjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur og Hörpu Stefánsdóttur. Tækni er í höndum nemenda undir handleiðslu Einars Helgasonar.