Tvíhleypan

Tjarnarbíó

3 April

Ticket prices from

ISK 4,900

Tvær leiksýningar. Ein kvöldstund.

Ung og efnileg leikskáld efla til leikhúsveislu í Tjarnarbíó þann 3. apríl. Tvær leiksýningar verða sýndar á einni kvöldstund undir formerkjum TVÍHLEYPUNNAR, sem er nýr árlegur sviðslistaviðburður þar sem styttri leikrit eftir ný leikskáld verða sett á svið.

Leikritin í ár eru Systir mín Matthildur eftir Gígju Hilmarsdóttur og Þöglar byltingar eftir Magnús Thorlacius. Verkin eru hvor um sig tæp klukkustund að lengd og viðburðurinn því tvær klukkustundir með hléi.

Grafísk hönnun Tvíhleypunnar er í höndum Björgu Steinunnar Gunnarsdóttur.

Nánar um verkin:

Systir mín Matthildur

eftir Gígju Hilmarsdóttur

Einfalt líf Betu fer úr skorðum þegar systir hennar Matthildur brýst inn og biður um að fá að gista í eina nótt. Þegar dvölin dregst á langinn þarf Beta að leita leiða til að búa með stóru systur sinni. Ætli það sé ekki bara best að deyja úr væmni?

Leikstjóri: Gígja Hilmarsdóttir

Leikkonur: Hólmfríður Hafliðadóttir & Þórey Birgisdóttir

Tónlist: Kolbrún Óskarsdóttir

Lýsing: Magnús Thorlacius

Aðstoðarleikstjóri: Anna María Tómasdóttir

Þöglar byltingar

eftir Magnús Thorlacius

Síðustu ár hafa þöglar byltingar gjörbreytt hversdagslífi borgarinnar. Sjálfsafgreiðslukassar í öllum búðum. Hjólastígar meðfram öllum götum. Hopp hjól sem þvera allar gangstéttir. Algorithmar sem stjórna öllu sem við gerum og hugsum. Ætli síðasta þögla byltingin sé þögnin sem ríkir yfir hjónabandinu? Getur fólk sem hatar sig sjálft fundið hamingjuna á ný?

Leikstjóri: Magnús Thorlacius

Leikarar: Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, Berglind Halla Elíasdóttir og Hólmfríður Hafliðadóttir

Ljós og hljóðmynd: Magnús Thorlacius

Söngur: Annalísa Hermannsdóttir

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger