Reykjavík Folk Festival 2025

IÐNÓ

2 May

Reykjavík Folk Festival snýr aftur dagana 1.- 3. maí 2025 í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá fyrstu hátíðinni.

Hátíðin er sett upp að alþjóðlegri fyrirmynd þar sem spilagleðin er í forgrunni og órafmögnuð hljóðfæri eru í aðalhlutverki. Fyrsta hátíðin fór fram með þetta að leiðarljósi árið 2010. Forsvarsmaður, hugmyndasmiður, helsti hönnuður og fyrsti framkvæmdastjóri Reykjavik Folk Festival var Ólafur Þórðarson, ástsæll tónlistarmaður í Ríó Tríó og fleiri hljómsveitum auk þess að vera bakhjarl fjöldamargra tónlistarmanna.

Þjóðlagatónlist (e. folk music) hefur stundum verið skilgreind sem tónlist eða tónlistaráhrif sem rekja uppruna sinn til hins venjulega alþýðumanns, tónlistararf sem borist hefur mann frá manni, kynslóð frá kynslóð. Oftar en ekki má rekja þetta til þess að vinir eða fjölskyldan hafa komið saman, sungið og spilað af fingrum fram. Réttara væri því kannski að tala um alþýðutónlist.

Aðaldagskrá Reykjavík Folk Festival fer fram í Iðnó föstudaginn 2. maí og laugardaginn 3. maí. Opnunarkvöld og setning hátíðarinnar fer fram hjá RVK Bruggfélagi í Tónabíói fimmtudaginn 1. maí ásamt frekari hliðardagskrá hina dagana.

Nánari upplýsingar á facebook.com/ reykjavikfolkfestival

og instagram.com/ reykjavikfolkfestival

Styrktar- og samstarfsaðilar hátíðarinnar eru Reykjavíkurborg, FÍH, Rás 2, RVK Bruggfélag Tónabíó, Iðnó, Hildiberg, Luxor og Tónastöðin.

DAGSKRÁ:

Fimmtudagur 1. maí

- RVK Bruggfélag Tónabíó - ókeypis aðgangur

  • kl. 19:00 - Setning og almenn gleði

  • kl. 20:00 - Snorri Helgason

  • kl. 21:00 - BREK + Hank & Pattie

Föstudagur 2. maí

- RVK Bruggfélag Tónabíó -

  • kl. 17:00 - MÍT Showcase tónleikar - ókeypis aðgangur

  • HáRún og Birta Dís

- Iðnó -

  • kl. 19:00 - hús opnar / Margrét Arnar með nikkuna

  • kl. 20:00 - Jelena Ciric

  • kl. 21:00 - Pétur Ben

  • kl. 22:00 - Salsakommúnan

Laugardagur 3. maí

-Tónastöðin hljóðfæraverslun-

  • kl. 15:00 - Roots of the fiddle and banjo - fyrirlestur, ókeypis aðgangur

  • Hank Smith og Pattie Hopkins Kinlaw frá North Carolina

- RVK Bruggfélag Tónabíó -

  • kl. 16:30 - Bluegrass djamm session - áhugasamir spilarar velkomnir

- Iðnó -

  • kl.19:00 - hús opnar / meðlimir úr Reykjavík trad sessions hóp spila

  • kl. 20:00 - Blood Harmony

  • kl. 21:00 - Markéta Irglová

  • kl. 22:00 - Júníus Meyvant

  • kl. 23:00-01:00 - Reykjavík trad sessions djamm

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger