Diskóeyjan

Menntaskólinn við Hamrahlíð (Mikligarður)

14. - 24 March

Ticket prices from

ISK 3,490

Menntaskólinn við Hamrahlíð í samstarfi við Menntaskólann í Tónlist, setur upp glænýjan og sprúðlandi fjölskyldu söngleik; Diskóeyjuna, undir leikstjórn Ástbjargar Rutar Jónsdóttur.

Diskóeyjan er fönkskotinn diskósöngleikur, byggður á samnefndri hljómplötu Memfismafíunnar. Sagan og tónlistin er sköpuð af Braga Valdimari Skúlasyni, Óttarri Proppé og Guðmundi Kristni Jónssyni.

Á Diskóeyjunni er rekinn Fágunarskóli í gull píramída, fyrir þæg og óspennandi börn, sem þangað eru send í betrunarvist. Þar ræður hinn kaótíski og kærulausi, en jafnframt óstjórnlega töff Prófessor ríkjum og miðlar til nemanda sinna og áhorfenda, hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Hópur dverga og annars starfsfólks Fágunarskólans, sjá til þess að halda sveimandi huga Prófessorsins réttu megin við diskókúluna, svo menntastofnunin í gull píramídanum standi undir nafni.

Diskóeyjan er böðuð hamingju og glimmeri, þangað til nokkur illmenni, með arðbærar langtímafjárfestingar og sterka eiginfjárstöðu, mæta og setja allt á annan endann.

Nú eru góð ráð dýr og við tekur atburðarás sem erfitt er að sjá fyrir endann á.

Tekst að bjarga Fágunarskólanum á Diskóeyju, við Diskóflóa eða stöndum við eftir í myrkrinu, með gráan steinsteypukassa sem minnir á Menntaskólann við Hamrahlíð?


Saga og tónlist: Bragi Valdimar Skúlason, Óttarr Proppé og Guðmundur Kristinn Jónsson

Leikgerð: Bragi Valdimar Skúlason og Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Leikstjórn: Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Tónlist er af hljómplötunni Diskóeyjan, Karnivalía og Gilligill.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger