Halli Gudmunds | Club Cubano | Útgáfutónleikar

Salurinn

31 May

Ticket prices from

ISK 3,600

Útgáfutónleikar Halla Gudmunds og Club Cubano á plötunni ´Live at Mengi´ í Salnum Kópavogi 31. maí

Tón-og textahöfundurinn Halli Guðmundsson kynnir elleftu plötu sína með nýrri hljómsveit, Club Cubano. Hljómplatan var tekin upp á tónleikum í Mengi fyrir framan fullu húsi áhorfenda. Eftir síðustu plötu sína ´Tango for one´ þar sem Halli teigði sig niður til Brasilíu í tónsköpun sinni og kynnti fyrir okkur bossanova lagasmíðar, var stefnan tekin á Suður Ameríska tónlist og enn er hann þar. 

Með Club Cubano ´Live at Mengi´eru lagasmíðar hans undir sterkum kólumbískum og kúbönskum áhrifum. Club Cubano er skipað nokkrum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, en þeir eru: Hilmar Jensson raf gítar, Jóel Pálsson tenor/sópran saxofónn, Daníel Helgason tres gítar og orgel, en hann er einnig pródúsent verkefnissins, Matthías Hemstock trommusett og Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, ásamt Halla á rafbassa.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger