DREAM WIFE

IÐNÓ

27 March

Ticket prices from

ISK 3,990

Rokk hljómsveitin Dream Wife spilar á Íslandi í Iðnó þann 27. mars.

Þetta verða fyrstu ‘headline’ tónleikar hljómsveitinnar hérlendis. Indie-pop hljómsveitin Lottó munu hita upp. Tónlist Dream Wife blandar saman pönki, poppi og rokki með ögrandi, hnyttnum og einlægum textum. Þau hafa vakið athygli fyrir kraftmikla sviðsframkomu, pólitíska/femíníska hugsjón í lögum og gjörðum, stuðning við jaðarhópa og flutning á þeim mikilvægum boðskap að virkja samfélag sem fagnar og styður konur og hán í öllum hliðum tónlistargeirans.

Hljómsveit var stofnuð í listaháskólanum í Brighton 2016 þar sem söngkonan Rakel Mjöll kynntist breskum hljómsveitarmeðlimum sínum. Síðan þá hafa þau notið töluverða velgengni í Bretlandi og víðar og hafa gefið út þrjár plötur að fullri lengd sem hafa fengið lofsamlega dóma frá virtum miðlum, þar á meðal New York Times, BBC, Billboard, Guardian og NME. Lögin þeirra hafa hljómað í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við ‘Orange is the New Black’ og ‘Euphoria’. Síðasta plata sveitarinnar ‘Social Lubrication’ fékk mikið lof gagngrýnada líkt og þar síðustu;‘So When You Gonna…’ sú plata komst í toppsæti breska vinsældarlistans: 18. sæti og náði 1.sæti á breska Indie listanum. Rakel Mjöll varð sú fjórða íslenska konan til að ná inn á þennan eftirsótta vinsældarlista. Svo vakti það einnig mikla fjölmiðlaathygli að platan var sú eina á þessum lista sem var pródúseruð af konu eða hán og einnig sú eina sem var gefin út hjá sjálfstæðu plötufyrirtæki. Hljómsveitin kom af stað umræðu sem fór eins og eldur í sinu um netheima um mikilvægi þess að ráða konur og hán í þessi hlutverk í upptöku studíóum og að styðja bak við lítil útgáfufyrirtæki sem sjaldnast geta átt í högg við útgáfurisana. Hljómsveitin hefur séð um styrktar fjáröflun og unnið í samstarfi með góðgerðarsamtökin Stelpur Rokka/Girls Rock UK, Safe Gigs For Women, Rainbow Minds & Gendered Alliance (stuðningur við ungt transfólk). Hljómsveitin hefur spilað á helstu tónlistarhátíðum, Lollapalooza, Primavera, SXSW, Reading, Leeds, Glastonbury, Summersonic í Japan, Roskilde, Laneway festival við góðar undirtektir og einnig hitað upp fyrir hljómsveitina Rolling Stones.

‘Dream Wife are the perfect example of how to take action to make the music industry a more equal playing field.’- Annie Mac BBC Radio 1

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger