Glanni glæpur í Latabæ

Frumleikhúsið

9. - 23 March

Ticket prices from

ISK 3,000

Leikfélag Keflavíkur setur upp vinsæla fjölskyldusöngleikinn Glanni glæpur í Latabæ.

Íþróttaálfurinn hefur kennt öllum bæjarbúum hvað það er mikilvægt að borða íþróttanammi og hreyfa sig reglulega, því þannig nær maður árangri. Íþróttaálfurinn þarf skyndilega að yfirgefa bæinn og þá birtist Rikki ríki í bænum.

Hann hlýtur að vera alveg rosalega ríkur...eða hvað? Nei! Rikki ríki er nefnilega Glanni glæpur í dulargervi. Glanni glæpur reynir hvað sem hann getur til að fá bæjarbúa til að hætta að rækta garðana sína, hætta að borða íþróttanammi og hætta að hreyfa sig.

Nú þurfa Solla stirða, Halla hrekkjusvín, Siggi sæti, Goggi mega, Nenni níski, Maggi mjói og allir aðrir í Latabæ að sameina krafta sína til að láta Glanna glæp ekki plata sig...í enn eitt skiptið!

Hlökkum til að sjá ykkur öll í Frumleikhúsinu!

Leikstjóri: Brynja Ýr Júlíusdóttir

Leikgerð: Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson

Tónlist: Máni Svavarsson

Textahöfundur: Karl Ágúst Úlfsson

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger