Heimkoma - Tónleikar Sunnu Guðlaugsdóttur

Hannesarholt

8 May

Ticket prices from

ISK 4,900

Eftir allmörg ár erlendis er tónlistarkonan Sunna Guðlaugsdóttir snúin aftur heim, en undanfarin ár hefur hún hefur alið manninn í Danmörku og stundað þar nám við Det Jyske Musikkonservatorium. Einnig hefur hún starfað sem söngkona og lagahöfundur í hinni norrænu hljómsveit Tsunnami um árabil og gefið út og komið fram með frumsamda tónlist á dönsku. Nú ætlar hún að koma fram í fyrsta sinn hérlendis með frumsamda tónlist á íslensku og m.a. deila sinni upplifun á því að snúa aftur til Íslands og sjá hlutina með skýrum augum utanaðkomandi. Tónleikarnir verða í besta „spillemands“-anda: óhátíðlegir, einlægir og beinskeyttir.

Sunnu til halds og traust verður Haukur Þórðarson á gítar.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger