Árstíðir - VETRARSÓL - Útgáfutónleikar

Many venues

4. - 13 April

Ticket prices from

ISK 4,900

Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika á nokkrum vel völdum stöðum fyrstu tvær helgarnar í apríl.

Platan er sú níunda sem sveitin hefur gefið út á ferli sínum og er sú fyrsta sem er eingöngu sungin, þ.e. án undirleiks. Hún inniheldur 12 lög á íslensku sem eiga það flest sameiginlegt að vera samin eða útsett af íslenskum tónskáldum fyrir sönghópa og kóra.

Á tónleikunum fá tónleikagestir að heyra lögin af plötunni í bland við eldri lög úr smiðju bandsins. Árstíðum til halds og traust á tónleikunum verður bassasöngvarinn Pétur Oddbergur Heimisson, en hann syngur einmitt í öllum lögunum á plötunni. Pétur hefur komið víða við í hinum klassíska heimi og hefur t.a.m. unnið og sungið með sönghópunum OLGU Vocal Ensemble, M’ANAM og KYRJU.

Hljómsveitin Árstíðir hefur verið starfandi frá árinu 2007 og hefur átt nokkurri velgengni að fagna á sínum ferli, og hefur t.a.m. spilað á tónleikum í meira en 30 mismunandi löndum og unnið til alþjóðlegra verðlauna. Allt frá því að meðlimir sveitarinnar sungu sálminn Heyr himna smið á lestarstöð í Þýskalandi árið 2013, og myndband af þeim flutningi naut gríðarlegra vinsælda um allan heim á YouTube, þá hafa hlustendur sveitarinnar skorað á meðlimi að gefa út plötu sem innihéldi einungis sungin lög í svipuðum stíl - má því segja að platan “VETRARSÓL” sé svar Árstíða þeirri áskorun.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger