Hljóð í ljóði

Hannesarholt

25 April

Ticket prices from

ISK 4,900

Þórdis Gerður Jónsdóttir, sellóleikari, hefur síðustu tvö ár unnið að tónlist sem unnin er upp úr ljóðum með því markmiði að fanga stemningu hvers ljóðs og framlengja í lag. Skáldin sem eiga ljóð á efnisskránni eru Davíð Stefánsson, Steinn Steinarr, Steingrímur Thorsteinsson, Ásta Sigurðardóttir, Gerður Kristný og Ragnar Helgi Ólafsson. Tónlistin sækir innblástur í stemningu ljóðanna, form eða formleysi þeirra og orðalag og er áframhaldandi tilraun Þórdísar til að gera sellóið að leiðandi tónlist í jazzi og spuna.

Flytjendur auk Þórdísar á selló eru Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, Hilmar Jensson á rafgítar, Matthías M.D. Hemstock á slagverk og Óskar Guðjónsson á saxófón.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger