Góðvinir Geimsteins

Rokkheimur

6 March

Ticket prices from

ISK 4,000

Stofutónleikar að Skólavegi 12, Keflavík, þar sem Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir byggðu sitt heimili og stofnuðu hljómplötuútgáfuna Geimstein sem starfað hefur sleitulaust frá árinu 1976.

  

Bræðurnir Júlíus og Baldur Guðmundssynir segja sögur og flytja lög þeirra listamanna sem litu við á upptökuheimili Geimsteins og komu þaðan öllu betri og hressari. Kennir þar ýmissa grasa og má þar helst nefna Bjartmar Guðlaugs, Lónlí blú bojs, Magga Kjartans, Hljóma, Hjálma, Magnús og Jóhann, Valdimar, Þóri Baldurs og Hemma Gunn.

Gluggað verður í "Geimslurnar" og margir gullmolar týndir til, rýndir og fægðir. Hver vill ekki eignast Leyndarmál, komast að því af hverju Pabbi þarf að vinna og hvernig Vinur minn og ég hljómar á ensku. Eftirminnileg kvöldstund á þeim vettvangi sem mikil tónlist varð til. Einungis 50 miðar verða í boði.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger