Sunna Gunnlaugs Tríó

Hannesarholt

10 May

Ticket prices from

ISK 4,900

Tríó Sunnu Gunnlaugs sem er þekkt fyrir hrífandi blöndu af ljóðrænni fegurð og norrænum áhrifum, hefur skipað sér merkan sess á alþjóðlegu jazzsenunni síðan 2011. Tríóið hefur hljóðritað 5 albúm sem öll hafa fengið glimrandi viðtökur hjá jazzmiðlum víða um heim og hlotið margar tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna. Sunna Gunnlaugs var valin flytjandi ársins 2015 og 2019 á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Von er á nýrri útgáfu frá jazztríói Sunnu Gunnlaugs og verður það 6. albúmið sem þau Sunna, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore vinna saman.

Tríóið er á leið í tónleikaferð um Þýskaland en fyrst munu þau leika á tónleikum í Hannesarholti. Tríóið hélt einmit útgáfutónleika í Hannesarholti þegar albúmið Distilled kom út árið 2013 og er því löngu tímabært að tríóið snúi til baka í þetta hljómfallega rými.

Tónleikar Tríós Sunnu Gunnlaugs verða 10. maí og hefjast kl 20.

Sunna Gunnlaugs-piano

Þorgrímur Jónsson-kontrabassi

Scott McLemore-trommur

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger