Heimsljós - Söngsveitin Fílharmónía

Langholtskirkja

22 March

Ticket prices from

ISK 6,900

Heimsljós er kórverk fyrir blandaðan kór, 2 einsöngvara og hljómsveit. Tónverkið er skrifað sem sálumessa og hverfist um texta úr Heimsljósi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Heimsljós var samið af Tryggva M. Baldvinssyni fyrir fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit í tilefni 50 ára afmælis Söngsveitarinnar Fílharmóníu árið 2010 og frumflutt þá. Verkið fær nú að hljóma aftur í tilefni af stórafmæli tónskáldsins. Einsöngvarar verða Hallveig Rúnarsdóttir og Eggert Reginn Kjartansson. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Söngsveitin Fílharmónía er 70 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá árinu 1960. Kórinn hefur flutt fjölbreytta tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar og heldur reglulega tónleika. Síðastliðið starfsár flutti kórinn Messu heilagrar Sesselju eftir Haydn ásamt einsöngvurum og hljómsveit við mikla hrifningu áheyrenda og Stabat Mater eftir Antonín Dvorák og hlaut lof fyrir. Í febrúar s.l. hélt Söngsveitin Fílharmónía tónleika með sígildri efnisskrá m.a. Sólhjartarljóði úr Óttusöngvum á vori Jóns Nordal. Í júní n.k. mun kórinn koma fram með útvarpshljómsveit BBC og flytja norræn kórverk undir stjórn Önnu-Mariu Helsing. Kórinn hefur á undanförnum misserum unnið að hljóðritunum á íslenskri kórtónlist og gefið út á helstu tónlistarstreymisveitum. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger