© 2025 Tix Ticketing
Ásmundarsalur
•
7. - 8 February
Ticket prices from
ISK 8,900
Frozen Milk er þáttöku- og upplifunargjörningur þar sem myndlist og matur renna saman í eitt. Boðið verður uppá 8 rétta grænmetiskvöldverð skipulögðum og sköpuðum af Clare Aimée, Pola Sutryk og Hugo Llanes. Kvöldverðurinn kostar 8.900, hefst kl 19 og innifalinn er fordrykkur ásamt einum kokteil. 20 sæti eru í boði við matarborðið og því nauðsynlegt að bóka miða og panta sæti.
Boðið verður uppá tvo viðburði, þann 7. febrúar og 8. febrúar frá kl. 19–22.
Öll efni ferðast og flytja um heiminn, sum fyrir tilstilli náttúruafla og önnur vegna mannlegra áhrifa. Hvað ef allir flutningar (bæði fólk, fræ, plöntur og upplýsingar) væru álitnir alheims drifkraftar og eitthvað sem við öll deilum?
Frozen Milk er upplifunargjörningur þar sem gestum er boðið að eiga einstaka matarupplifun, innblásinni af flutningaleiðum ólíkra efni, jafnt sagna sem hráefna.
Nældu þér í sæti við matarborðið hér á tix.is.
Ef þú hefur einhverjar matarkvaðir eða ofnæmi ekki hika við að hafa beint samband beint við Polu á netfangið pola.sutryk@gmail.com.
Um listamennina.
Hugo Llanes (Mexíkó, 1990) er listamaður og menningarleiðtogi sem starfar í Reykjavík. Hann lauk MA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Verk Llanes lýsa ólíkum félags- og pólitískum umhverfum listmannsins. Í nýjustu gjörningum og uppsetningum sínum leggur hann áherslu á persónubundna nálgun tengdum minningum og flutningum. Þar skoðar hann flutninga í samhengi við önnur alheimskerfi og flutningaleiðir, matvælaframleiðslukeðjur, og skoðar tengsl milli mannkyns og annarra tegunda. Í útfærslum sínum notar hann ýmsa miðla eins og venslalist, gjörninga, uppsetningar, staðbundna list, þátttökulist, myndbönd og útvíkkuð málaralist.
Pola Sutryk (f. 1994) er listakona, kokkur og upplifunahönnuður sem býr í Íslandi. Vinna hennar snýst um matargerð og veitingar, sem eru ferli orkuskipta. Ferlið er unnið með jafn mikilli virðingu fyrir öllum þátttakendum, bæði þeim sem elda, þeim sem borða og þeim sem eru borðaðir. Með samblandi af uppsetningu og þátttöku-gjörningum hefur hún nýlega sýnt matartengdar listir sínar á Sequences í Reykjavík, Gwangju Biennale í Suður-Kóreu og Unsound, Ephemera og Konteksty hátíðum í Póllandi.
Clare Aimée (f. 1992 á Lekwungen svæði, Vancouver Island) er Métis Kanadísk listakona sem hefur unnið á Íslandi síðustu átta ár. Hún útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands með viðbótar nám frá Listaháskólanum í Prag, Tékklandi. Í vinnu sinni vinnur hún oft með performatífa gjörninga og gagnvirka upplifun – með það markmið að bjóða fólki inn í kunnuglega ramma með ljúfri samveru.