© 2025 Tix Ticketing
Víðistaðaskóli
•
14. - 16 February
Ticket prices from
ISK 1,700
Saga úr Vesturbænum í uppfærslu nemenda í 10. bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði
Árlegur söngleikur 10.bekkjar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hefur fest sig í sessi og hafa nemendur ásamt foreldrum, kennurum og félagsmiðstöðinni Hrauninu unnið hörðum höndum að undirbúningi og nú er komið að uppskeruhátíð!.
Í ár varð fyrir valinu stór-söngleikurinn West Side Story eða Saga úr Vesturbænum eftir Stephen Sondheim og Leonard Bernstein.
Verkið er stútfullt af tilfinningum sem springa út í ást, sorg, dansi og söng.
Þetta er saga unglinga í fortíð, nútíð og framtíð í veruleika sem við oft þorum ekki að horfast í augu við.
Leikhópurinn hnikar ekki frá upphaflegri sögu og því inniheldur sýningin ofbeldi og sorg en fyrst og fremst ást og gleði.
Við erum einstaklega spennt að taka ykkur með okkur í þetta stórkostlega ferðalag.
Leikstjórn: Níels Thibaud Girerd
Tónlistarstjórn: Jóhanna Ómarsdóttir
Danshöfundur: Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir
Búningahönnun: Kristín Högna Garðarsdóttir
FRUMSÝNT Á DEGI ÁSTARINNAR 14. FEBRÚAR
Sviðsmynd, búningar, förðun, ljós og hljóð er allt í höndum krakkanna og foreldra þeirra.
Verkefnið er árlegt samstarfsverkefni skólans, félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins og foreldra og koma allir nemendur í 10. bekk á einhvern hátt að verkefninu. Metnaðurinn sem lagður er í þetta verkefni er gríðarlegur og gaman að fylgjast með íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla breytast í töfrandi leikhús.