SIGN í Gamla Bíó

Gamla Bíó

23 May

Sale starts

24 January 2025 at 12:00

(in 3 days)

Hljómsveitin Sign treður upp í Gamla Bíó 23. Maí í samstarfi við X-977.

SIGN er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar rokksögu og fyrsta íslenska „emo“ bandið sem sprakk út. SIGN túraði með Skid Row, Wednesday 13, The Wildhearts og The Answer á sínum tíma og spilaði á rokkhátíðum um allan heim, meðal annars á Download hátíðinni 2008.

Önnur plata sveitarinnar „Fyrir ofan himininn“ kom út árið 2002 og stóð upphaflega til að fagna því afmæli árið 2022 en sökum heimsfaraldurs og annara anna var því frestað um tíma. Aðdáendur SIGN geta dustað rykið af svarta eyelinernum því tónleikarnir verða trylltir!

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi plata kom út en sveitin hefur gefið út fimm plötur allt í allt og urðu að einu af stærri nöfnum íslenskrar rokktónlistar.

Ragnar Zólberg söngvari sveitarinnar átti svo seinna eftir að ganga til liðs við sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation og gerði þar gott mót.

„Þessi plata hefur einugis einu sinni verið leikin öll í heild sinni en það var á útgáftónleikum í Austurbæ á sínum tíma. Ég er mjög spenntur að fá að spila þessa plötu í heild sinni því hún er í miklu persónulegu uppáhaldi hjá mér“ segir Ragnar Zólberg söngvari.

Sveitin hélt síðast tónleika í Reykjavík árið 2021 þegar sveitin fagnaði afmæli fyrstu plötu sinnar „Vindar og Breytingar“ í Iðnó og seldist þá upp á 90 min.

Miðasala hefst föstudaginn 24 janúar. Einungis einir tónleikar verða í boði.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger