© 2025 Tix Ticketing
Ásmundarsalur
•
22. - 28 February
Ticket prices from
ISK 4,900
Að gifta sig er í raun ekkert annað en að setja upp leikrit á stærsta degi lífs síns. En er það að vera í hjónabandi leikrit líka?
Í febrúar verður leiksýningin Skeljar sýnd í Ásmundarsal. Hún fjallar um par sem stendur frammi fyrir einhverri stærstu spurningu sem hægt er að spyrja aðra manneskju; hvort hún vilji eyða restinni af lífi sínu með sér. Annarri hæðinni í Ásmundarsal verður umbreytt í drauma brúðkaupssal persónanna þar sem þau sjá fyrir sér stóra daginn sem og breytingarnar sem hann mun hafa í för með sér á líf þeirra.
Verkið er um 70 mínútur að lengd.
Höfundur og leikstjóri: Magnús Thorlacius
Leikarar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson
Tónlist og hljóðmynd: Katrín Helga Ólafsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Leikmynd og ljós: Magnús Thorlacius
Ljósmyndir: Annalísa Hermannsdóttir og Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Grafísk hönnun: Guðrún Sara Örnólfsdóttir
Sérstakar þakkir: Annalísa Hermannsdóttir, Franz Valgarðsson, Kristín Lára Ólafsdóttir, Ljósadeild Borgarleikhússins, Pálmi Jónsson, Tóma Rýmið, Tómas Óli K. M., ÞA Kranar