Ásmundarsalur

22. - 28 February

Ticket prices from

ISK 4,900

Að gifta sig er í raun ekkert annað en að setja upp leikrit á stærsta degi lífs síns. En er það að vera í hjónabandi leikrit líka?

Í febrúar verður leiksýningin Skeljar sýnd í Ásmundarsal. Hún fjallar um par sem stendur frammi fyrir einhverri stærstu spurningu sem hægt er að spyrja aðra manneskju; hvort hún vilji eyða restinni af lífi sínu með sér. Annarri hæðinni í Ásmundarsal verður umbreytt í drauma brúðkaupssal persónanna þar sem þau sjá fyrir sér stóra daginn sem og breytingarnar sem hann mun hafa í för með sér á líf þeirra.

Verkið er um 70 mínútur að lengd.

Höfundur og leikstjóri: Magnús Thorlacius
Leikarar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson
Tónlist og hljóðmynd: Katrín Helga Ólafsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Leikmynd og ljós: Magnús Thorlacius
Ljósmyndir: Annalísa Hermannsdóttir og Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Grafísk hönnun: Guðrún Sara Örnólfsdóttir

Sérstakar þakkir: Annalísa Hermannsdóttir, Franz Valgarðsson, Kristín Lára Ólafsdóttir, Ljósadeild Borgarleikhússins, Pálmi Jónsson, Tóma Rýmið, Tómas Óli K. M., ÞA Kranar

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger