© 2025 Tix Ticketing
Norræna húsið
•
8. - 9 February
Ticket prices from
ISK 0
Af fjöllum er ég komin.
Leikverk eftir Sigríði Höllu Eiríksdóttur og Kristínu Þorsteinsdóttur.
Ókeypis inn en nauðsynlegt er að bóka miða.
-
Alda og Bára, ÖlduBára eða BáruAlda.
Hjartans vinkonur úr menntaskóla stýra ævintýrafleyi sínu út í heim.
Þær dreymir stóra drauma og deila ást á Lárusi Pálssyni guðföður íslensks atvinnuleikhúss.
Þær vilja nú fylgja í fótspor hans og nema leiklist í Kóngsins Kaupmannahöfn..
En djúp útþrá á það til að breytast í jafn djúpa heimþrá um leið og landi sleppir.
Hvað er málið? Og hvað hefði Lárus gert í þeirra sporum?
Af fjöllum er ég komin, er samsett/devised verk sem Sigríður Halla Eiríksdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir hafa skapað í sameiningu og er hluti af lokaári þeirra í leiklistarnámi við Copenhagen International School of Performing Arts. CISPA.
Þær unnu verkið út frá orðunum Útþrá/Heimþrá og völdu gaman saman stíl. Norræna Húsið er meðframleiðandi og verða kynningarnar þar laugardaginn 8.febrúar og sunnudaginn 9. Febrúar kl 20:00
-
Listrænt teymi:
Höfundar og leikarar: Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Halla Eiríksdóttir
Viðmælandi: Jóhanna Hauksdóttir
Textar: Jónas Hallgrímsson, Shakespeare, Jóhannes úr Kötlum, Eðvald Halldórsson.
Hljóðmynd: Anna Róshildur
Sviðshreyfingar: Sóley Ólafsdóttir
Búningar: Íris Ólafsdóttir
Plakat: Katrín Hersisdóttir
Ljósmyndir: Christopher Lund
Leiðbeinandi: María Ellingsen
Dramatúrg: Þorsteinn J.
-
Sérstakar þakkir:
Dansverkstæðið
Auður Björnsdóttir
Fjölnismenn
Lárus Pálsson