© 2025 Tix Ticketing
Bíóhöllin Akranesi
•
8 February
Ticket prices from
ISK 7,900
Skagarokk 2025
í Bíóhöllinni á Akranesi laugardagskvöldið 8. Febrúar
Vintage Caravan + Maggi Kjartans, Davíð Þór og fleiri flytja Lifun eftir Trúbrot
Einnig koma fram Volcanova og Blúsband Óskars Loga
MIÐASALA HEFST 3. JANÚAR KL. 12.00 Á TIX.IS
Nafnið Skagarokk á sér langa sögu var fyrst haldið árið 1989 í Bíóhöllinni á Akranesi. Þar spiluðu ýmsar Skagasveitir eins og Bróðir Darwins og Villingarnir. 1990 var aftur Skagarokk með Skagasveitum og líka vorið 1992. Haustið 1992 var svo stærsta fór stærsta Skagarokkið fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu með erlendu stórhljómsveitirnar Jethro Tull og Black Sabbath.
1993 og 1994 var aftur Skagarokk í Bíóhöllinni þar sem fram komu Jet Black Joe, Dos Pilas, Olympia (Sigurjón Kjartansson), Kombóið (Ellen Kristjáns), Bubbi Morthens ofl. Síðan 1994 hefur ekkert Skagarokk verið haldið á Akranesi en nú snýr Skagarokk aftur og í minningu tónlistaráhugamannsins Einars Skúlasonar sem allir Akurnesingar þekktu – hann lést í fyrra.
******Laugardagurinn 8. febrúar er valinn þar sem hann liggur að afmælisdegi Einars sem er 9. febrúar.
Á tónleikunum mun ein af uppáhalds hljómsveitum Einars, The Vintage Caravan, spila eina af uppáhalds plötum Einars, Lifun með Trúbrot sem kom út 1971 þegar Einar var 14 ára.
Með Vintage Caravan munu spila og syngja; Magnús Kjartansson sem var í Trúbrot á Lifunar-tímanum, Skagamaðurinn Davíð Þór Jónsson og fleiri.
Auk þeirra munu spila þetta kvöld Blúsband Óskars Loga (úr Vintage Caravan) og rokktríóið Volcanova, en Einar hélt líka mikið upp á þær sveitir báðar.
***Vintage Caravan er um þessar mundir að vinna í nýrri plötu, sjöttu breiðskífunni sem kemur út núna 2025. Sveitin hefur verið einna duglegust íslenskra hljómsveita að túra um heiminn á undanförnum árum og farið víða. Volcanova er rokktríó eins og Vintage Caravan, hefur sent frá sér nokkrar stuttskífur og eina Stóra plötu. Volcanova hefur líka verið dugleg í tónleikaferðum og stundum farið með Vintage Caravan og opnað tónleika fyrir þá vini sína.
***Blúsband Óskars Loga vakti athygli á Blúshátíð Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og hefur spilað reglulega á Dillon og Lemmy í Reykjavík til dæmis. Óskar Logi syngur og spilar á gítar, Dagur Atlason trommari Volcanova trommar og syngur, og Matthías Hlífar Mogensen spilar á bassa, en hann er líka í hljómsveitunum Auðn og Lucy in Blue.
Þetta verður mögnuð rokkveisla fyrir í minningu tónlistarunnandans og æskulýðsforingjans Einars Skúlason og virðingravottur við hann, og upphaf að árlegri hátíð. Einar var einn af þeim sem stóðu að Skagarokki 92 þegar Jethro Tull og Black Sabbath spiluðu á Akranesi. Hann tapaði milljónum á því á núvirði eins og félagar hans, en sagðist ekki sjá eftir krónu – þetta hafi verið geggjað!
Við væntum þess að það verði fullt út úr dyrum á Skagarokki 2025 af tónlistaráhugafólki víðsvegar af landinu sem vill sjá og heyra Vintage Caravan ásamt Magga Kjartans og Davíð Þór spila Lifun, og Volcanova og Blúsband Óskars Loga. Og svo vitum við að það verður líka mikið af vinum Einars á svæðinu.
Húsið opnar klukkan 19.00 og það verður kalt í kælinum.