© 2025 Tix Ticketing
Gamla Bíó
•
24 January
Ticket prices from
ISK 4,500
Í tilefni þess að Tónhylur Akademía gefur út sína aðra EP plötu verður blásið til útgáfutónleika í Gamla bíó þann 24. janúar í samstarfi við Coca Cola og Exton. Þar mun hópurinn spila öll lögin af nýrri EP plötu í bland við eldri lög og má búast við sannkallaðri tónlistarveislu.
Tónhylur Akademía er tónlistarhópur sem samanstendur af sex solo artistum og tveimur pródúserum. Artistarnir eru þeir Egill Airi, Helgi T., Maron Birnir, Kristján Saenz, Theodór og Lindi Banushi. Pródúserarnir eru síðan þeir Ísak Örn og Tryggi Þór. Að auki má nefna þá Ívar Pál, sem sér um alla grafíska hönnun og "visuals" og Stefán Loga, sem heldur utan um skipulag og fleira en þeir eru einnig hluti af hópnum.
Tónhylur Akademía er hluti af starfsemi og samfélagi Tónlistarklasans Tónhyls - en þar má einnig finna aðstöðu fyrir tónlistarfólk og þjálfun fyrir unga lagahöfunda.
Athugið að tónleikarnir eru einungis fyrir 16+ (2008 og eldri).