© 2024 Tix Ticketing
Tjarnarbíó
•
17. - 24 January
Ticket prices from
ISK 3,900
Hildur og Kristín eru mættar aftur í sviðsljósið og í þetta skiptið aldrei betri. Þær eru báðar orðnar vel miðaldra og munu gera því hlutskipti góð skil í þessu bráðskemmtilega uppistandi. Efnistök sýningarinnar verða m.a. heimabær þeirra Vesturbærinn, stefnumótamenning fimmtugra og sigrar og ósigrar í lífsins ólgu sjó.
Hildur Birna og Kristín María hafa komið fram með uppistand við fjölda tilefna bæði saman og í sundur síðasta áratuginn. Þær voru í uppistandshópnum Bara góðar sem hélt fjölmargar sýningar í þjóðleikhúskjallaranum, á Akureyri og víða um land á árunum 2018 til 2020.