Vetrar sólstöðutónleikar Svavars Knúts

Hannesarholt

21 December

Ticket prices from

ISK 4,900

Svavar Knútur á leið um borg óttans til að hnusa af nýjustu fjölskyldumeðlimunum og knúsa vini og vandamenn. Því þótti alveg rakið að heimsækja Hannesarholt og halda eitt stykki notalega vetrarsólstöðutónleika með veraldlegu ívafi en kryddaða með smávegis jólastemmara, rétt korter í jól.

Tónleikarnir verða sumsagt kl. 16.00 á laugardaginn 21. desember.

Í tilefni útgáfu nýju plötunnar sinnar, Ahoy! Side B og Ahoy tvöfalds vínils mun Svavar Knútur auðvitað verða með varning og gleði til sölu fyrir þá sem enn þykir tónlist vera falleg jólagjöf. Þá verða líka til sölu nokkrar skemmtilegar bækur sem söngvaskáldið heldur upp á.

Eins og Svavars er von og vísa verða tónleikarnir með einföldu sniði, einungis söngvaskáldið og kassagítarinn, ukuleleið og mögulega píanó til selskapar. Ekkert fluss, gervisnjór, ljósasjó, sérstakir gestir, stórsveit eða flottheit önnur en þau sem viðstaddir taka með sér.

Aðgangseyrir er 4.900 krónur. Börn eru hjartanlega velkomin með foreldrum eða öðrum ættingjum og er ókeypis fyrir þau.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger