© 2025 Tix Ticketing
•
5 March
Ticket prices from
ISK 59,990
Athugið að hvert námskeið eru tveir dagar og fer kennsla fram milli 9:00 og 12:00. Uppselt er á 15. og 16 janúar námskeiðið en laust er á námskeiðið 5. og 6. mars.
Fyrir hverja?
Meta ads fyrir byrjendur er tilvalið námskeið fyrir markaðsfólk, vefstjóra, fyrirtækjaeigendur, frumkvöðla og alla þá sem vilja að taka sín fyrstu skref í Meta Business manager.
Hvað verður farið yfir?
Boost eða business? Fyrstu skrefin í Meta Business Manager
Uppsetning herferða og markmið
Hvers konar efni er líklegast til árangurs á mismunandi miðlum
Miðunarmöguleika (e. targeting)
Að meta árangur herferða
Á námskeiðinu verða verkefni unnin í tólinu og herferðir byggðar frá grunni.
Umsagnir frá þátttakendum
„Góð yfirferð hjá Arnari. Opinn fyrir spurningum og einstaklega fagmannlegur í að svara þeim með því að útskýra og taka sýnidæmi. Frábært námskeið!“
„Miðað við hversu flókið kerfið er sem slíkt þá kom kennarinn helstu efnistökum vel til skila og fór yfir það mikilvægasta svo nemendurnir geti hámarkað þekkingu og færni á kerfið.“
„Lítill og góður hópur. Afslappað andrúmsloft. Persónuleg nálgun og aðstoð.“
„Einfalt og árangursríkt. Hlakka til að byrja að búa til herferðir“
Um kennara
Arnar Gunnarsson hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðargráðum. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í gagnadrifnum birtingum hjá Digido í 5 ár.
Birna Erlingsdóttir hefur starfað sem sérfræðingur í gagnadrifnum birtingum hjá Digido í 5 ár. Hún hefur aðstoðað fyrirtæki á borð við Icelandair, Origo, Símann og Arion Banka í stafrænum markaðsmálum.
Aðrar upplýsingar
Digido teymið hefur haldið yfir 100 námskeið í markaðssetningu.
Námskeiðið er tveir dagar en kennt er í þrjá tíma í senn.
Stéttarfélög veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi.