© 2025 Tix Ticketing
Many venues
•
20. - 26 January
Ticket prices from
ISK 5,990
Draugar fortíðar heimsækja landsmenn á nýju ári
Hlaðvarpið Draugar fortíðar sem stjórnað er af þeim Baldri Ragnarssyni og Flosa Þorgeirssyni hefur vakið mikla athygli og notið gífurlegra vinsælda. Þeir félagar taka fyrir ýmis mál úr mannkynssögunni og nálgast þau úr ýmsum áttum á skemmtilegan og lifandi en umfram allt, fræðandi máta. Ekki síst hefur umræða þeirra um geðræn vandamál og andlega heilsu stuðlað að því að þeir eiga dyggan hóp hlustenda. Draugarnir munu fara víðreist um landið í janúar og heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum. Slegið verður upp einstökum Draugar fortíðar kvöldum og munu gestir vera þátttakendur í dagskránni og mögulega í sérstökum Draugar fortíðar þætti. Dagskráin mun skiptast í tvo hluta. Eitt umfjöllunarefnið er flutt á öllum viðkomustöðum en hitt verður staðbundið, þ.e.a.s. umfjöllunarefnið mun snerta sögu og menningu þess staðar sem heimsóttur er. Hvert svo sem umfjöllunar efnið verður munu þeir Flosi og Baldur kryfja það til mergjar á sinn einstaka máta.
VIÐKOMUSTAÐIR
20/01 – SELFOSS | SVIÐIÐ
21/01 – REYKJANESBÆR | HLJÓMAHÖLL
22/01 – EGILSSTAÐIR | SLÁTURHÚSIÐ
23/01 – AKUREYRI | GRÆNI HATTURINN
24/01 – AKRANES | BÍÓHÖLLIN
25/01 – ÍSAFJÖRÐUR | EDINBORGARHÚSIÐ
26/01 - REYKJAVÍK | IÐNÓ