Raddbandið um jólin

Salurinn

19 December

Raddbandið syngur inn jólin á glæsilegum tónleikum í Salnum í Kópavogi þann 19. desember!


Samkvæmt dagatalinu ætla söngdívur Raddbandsins að vera búnar að græja allt fyrir jólin í tæka tíð svo jólastressið nái ekki yfirhöndinni. Í ár munu þær loksins ná fullkomnum tökum á jólahátíðinni og móðurhlutverkinu. Sannkallaðar ofurkonur! Ætli þær toppi sig 19. desember? Búið ykkur undir stórskemmtilega og drepfyndna kvöldstund þar sem nýir textar um jólastressið og fjölskyldulífið fá að njóta sín í þéttradda útsetningum (close-harmony).


Raddbandið er söng- og sviðslistahópur sem var stofnaður á tímum heimsfaraldurs og er margt spennandi og fjölbreytt framundan. Sveitina skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Sigurður Helgi mun leika listir sínar á píanóið.

Raddbandið hlakkar til að sjá þig!
Allir slakir hér…en ekki gleyma að bóka miða.

Facebook I Instagram I YouTube I Spotify

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger