© 2024 Tix Ticketing
Langholtskirkja
•
30 November
Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 16.00. Á dagskrá verða falleg jólalög, innlend og erlend og einnig klassískar perlur á borð við Ave Maria eftir Caccini. Söngurinn mun njóta sín vel í einstökum hljómburði Langholtskirkju.
Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður árið 1993 og hefur haldið fjölda tónleika og tekið þátt í kórakeppnum bæði hérlendis og erlendis. Efnisval kórsins er fjölbreytt og er kórinn þekktur fyrir fjölradda útsetningar og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og um píanóundirleik á tónleikunum sér Aladár Rácz.