Navidad Nuestra - Þjóðlagahefðir Suður-Ameríku m/Sergio Coto og Sólveigu Thoroddsen

Salurinn

11 December

Jólaundirbúningur hljómsveitarinnar Los Bomboneros hefst á vænni flís af feitum sauð því hljómsveitin býður til sannkallaðrar veislu í desember þar sem engu verður til sparað.

Fyrstu tónleikarnir verða þann 4.des þar sem hefðir bóleró - formsins og son cubano spilastílsins verðar heiðraðar. Gestur kvöldsins er enginn annar en Unnsteinn Manuel. Aldrei að vita hvort eitt og eitt jólalag komi með til byggða.


Þann 11.des verður hins vegar hljómur strengjahljóðfæranna í algerum forgrunni. Við fáum til okkar Sólveigu Thoroddsen með hörpurnar sínar og Sergio Coto með lútur og gítara og leitum aftur í akústíska tíma að kertaljósum og klæðum rauðum.


18.des - Jólaball Los Bomboneros. Nýjustu jólarannsóknir sýna að það eina sem virðist slá almennilega á stressið í desember er að hætta að hugsa um rauðkál og lufsast út á gólf í almennlegt jólatjútt. Lýðheilsubætandi svitakast með Los Bomboneros ásamt Óskari Guðjónssyni og Samúel Jóni Samúelssyni.

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger