MESSÍAS: Jólatónleikar Caudu Collective

Salurinn

6 December

Ticket prices from

ISK 4,900

MESSÍAS: JÓLATÓNLEIKAR CAUDU COLLECTIVE

Víða á meginlandi Evrópu er það fastur liður á aðventunni og órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum að hluta á eitt stórbrotnasta tónverk barokktímabilsins, Messías eftir Georg Friedrich Händel. Verkið er óratoría sem fjallar um líf og dauða Krists; fyrsti kaflinn er jólasagan, annar kaflinn er píslarsaga Krists og þriðji kaflinn fjallar um upprisuna. Tónlistin er ótrúlega aðgengileg og grípandi. Hver getur ekki sönglað lokanúmer annars þáttarins: Hallelúja-kórinn? Það eru ekki bara grípandi laglínur tónlistarinnar sem gerir verkið svo aðgengilegt og vinsælt heldur er texti þess á ensku svo að hlustendur geta auðveldlega fylgst með söguþræði verksins um leið og það er flutt.

Þann 6. desember verður jólahlutinn úr Messíasi, þ.e. fyrsti þáttur óratoríunnar, fluttur af kammerhópnum Caudu Collective í Salnum í Kópavogi. Þar mun verkið vera leikið af sex manna kammersveit skipuð strengjahljóðfærum og sembal auk þess sem að átta söngvarar koma fram og syngja bæði einsöng og í kór. Að hollenskri fyrirmynd mun tónleikagestum vera boðið að taka undir sönginn í Hallelúja-kórnum og verða nótur í efnisskrá tónleikanna. Áður en Messías er fluttur verða tónleikarnir opnaðir með stefjabrotum úr Þorlákstíðum og er þannig íslenskum menningararfi teflt saman við evrópskan. Tónleikarnir enda á samsöng þar sem allir flytjendur og gestir syngja og leika saman jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns.

Flytjendur eru: Bjo¨rk Ni´elsdóttir og Rakel Edda Guðmunsdóttir so´pran, Guja Sandholt og Hildigunnur Einarsdóttir mezzo´-so´pran, Eyjo´lfur Eyjo´lfsson og Jón Ingi Stefánssonteno´r, Unnsteinn A´rnason og Pétur Oddbergur Heimisson bassi, Sigru´n Harðardo´ttir fiðla, Guðbjo¨rg Hli´n Guðmundsdóttir fiðla, Natalia Duarte víóla, Þo´rdi´s Gerður Jo´nsdo´ttir sello´, T.C.Fitzgerald kontrabassi og Halldo´r Bjarki Arnarson semball.

Um verkefnastjórn sér Þórdís Gerður Jónsdóttir.

Um Caudu Collective:

Cauda Collective hefur vakið eftirtekt fyrir nýstárlegt efnisval og skapandi nálgun við tónleikaformið en hópurinn hefur starfað frá árinu 2018, komið fram á ótal tónleikum og tónlistarhátíðum, hérlendis og erlendis við frábærar undirtektir. Tónleikar Caudu Collective fléttast gjarnan í kringum ákveðin stef eða þemu þar sem aldagömul tónlist er sett í nýtt og frjótt samhengi auk þess sem nýsköpun hefur skipað veigamikinn sess á efnisskrám hópsins. Cauda Collective hefur unnið náið með tónskáldum úr ólíkum áttum, má þar nefna tónskáld svo sem Báru Gísladóttur, Mugison, Ragnhildi Gísladóttur og Finn Karlsson auk fjölda annarra.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger