Herrakvöld Víkings 2024

Veislusalur Safamýri

1 November

Hið árlega herrakvöld Víkings verður haldið föstudaginn 1. nóvember í veislusal Víkings í Safamýri. Víkingar ættu ekki að láta sig vanta á þennan glæsilega viðburð og nýta tækifærið til að skála og fagna í góðum hópi.

Miðafjöldi er takmarkaður og því er mikilvægt að tryggja sér miða í tæka tíð. Hægt er að kaupa staka miða á kvöldið en einnig er hægt að bóka heil borð (10 sæti) með því að senda póst á bensi@vikingur.is þar sem kvittun fyrir miðum fylgir með.

Húsið opnar kl. 18.30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19.30. Sveppi og Auddi sjá um veislustjórn ásamt leynigesti.

Enginn verður svangur því boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð að hætti Múlakaffis. Ef þú hefur séróskir varðandi matinn biðjum við þig um að hafa samband á bensi@vikingur.is

Dates

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger