© 2024 Tix Ticketing
Bird
•
30 October
I don’t want to stay home, make dinner and fade away. Yours, unfaithfully.”
Á síðustu árum hefur orðið til stöðuvatn tilfinninga, hugsana og gremju í brjósti tónlistarkonunnar Stínu Ágústsdóttur. Tilætlunarsemi þjóðfélagsins er meginástæða þessa, hvað það þýðir að vera kona, móðir, eiginkona og að passa in. Yours Unfaithfully er flóðið sem myndaðist eftir að Stína gerði uppreisn innra með sér og fann farveg í tónlistinni fyrir þessar tilfinningar.
Yours Unfaithfully var tekin upp í Sundlauginni í september 2023 með frábæru tónlistarfólki og kemur út 25. Október n.k. í samstarfi við hið virta plötuútgáfufyrirtæki Prophone/Naxos,
Platan er yfirfull af uppreisnarþrá og einstökum hljóðheimi söngkonunnar sem hún vann í samstarfi við hæfileikaríkt tónlistarfólk eins og Mikael Mána gítarleikara og lagahöfund, Albert Finnbogason pródúsent og Maïa Davies margverðlaunaðan lagahöfund og pródúsent. Tónlistin er marglit, tilfinningaþrungin og fersk blanda af poppi, soul og jazzi með tilraunakenndu ívafi. Rauði þráðurinn í gegnum þetta allt er svo stórfengleg rödd Stínu sem hrífur fólk með sér í þennan einstaka hljóðheim.
STÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR er jafnframt ein af fremstu jazz- og jazz-poppartistum landsins og hefur á síðustu árum verið að koma sér fyrir á skandinavísku senunni og víðar. Stína hefur fengið frábæra dóma og tilnefningar til tónlistarverðlauna fyrir sínar síðustu útgáfur og er þekkt fyrir magnaða sviðsframkomu með ótrúlegu tónlistarfólki á borð við Morgan Ågren (Zappa, Mats&Morgan) og Henrik Linder (Dirty Loops).
Á tónleikunum munu þeir Mikael Máni gítarleikari, Henrik Linder bassaleikari, Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari og Magnús Trygvason Elíassen deila sviðinu með Stínu.