Októburlesk

Ægir 220 Íshúsið Hafnarfirði

3 October

Ticket prices from

ISK 4,900

Lúðrasveit - burlesk - bjór

Októberfestsveit Hafnarfjarðar er skipuð meðlimum úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar sem hefur um árabil haldið (ó)söguleg októberfest partý. Í ár verður blásið til veislu fyrir augu og eyru þar sem Októberfestsveitin tekur höndum og hönskum saman við meðlimi úr íslensku burlesksenunni og fléttar saman lifandi tónlist, sjóðheitum skemmtiatriðum og auðvitað bjór frá Ægi brugghúsi.

Fram koma: Hin sjóðheita Júllala, sirkusfolarnir Jójójóakim og Nonni, dragundrið Gógó Starr og Margrét Maack, burleskmóðir Íslands. Þau tvö síðastnefndu koma sjóðheit beinustu leið úr sýningarferð í New York. Sýningarstjórn og framleiðsla er í höndum Vesens.

Vinsamlega athugið að það er 20 ára aldurstakmark og sýningin hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans. Áhorfendur mega að sjálfsögðu dressa sig upp en þurfa það ekki

Fyrir hópafslátt (fyrir 10 manns eða fleiri) hafið samband við maggamaack (hjá) gmail punktur com.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger