Páll Óskar and the Iceland Symphony

Iceland Symphony Orchestra

8 November

Ticket prices from

ISK 4,900

Páll Óskar og Sinfó

Anthony Weeden - conductor

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur um langt árabil verið einn af eftirlætistónlistarmönnum þjóðarinnar. Strax á barnsaldri söng hann sig inn í hjörtu landsmanna og hefur síðan sent frá sér ótrúlegan fjölda slagara, tekið þátt í Eurovision, fyllt ófá dansiböll, selt plötur í bílförmum og auðgað tónlistarlífið svo um munar með gleði og glæsileika. Aðdáendur Páls Óskars spanna allt frá leikskólabörnum til eldri borgara, enda geta fæstir stillt sig um að dilla sér þegar hann hefur upp raust sína — og flest kunnum við textann við að minnsta kosti eitt eða tvö lög.

Á þessum tónleikum syngur Páll Óskar mörg af vinsælustu lögum sínum og hljóma þau hér í glæsilegum útsetningum fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Þannig fá jafnt kraftmiklar ballöður sem og ómótstæðilegir diskóslagarar byr undir báða vængi með aðstoð strengja, blásara og slagverks, til viðbótar við hefðbundna rytmasveit og bakraddir. Á lagalistanum eru smellir á borð við Allt fyrir ástina, La Dolce Vita, Þú komst við hjartað í mér, International, Gordjöss, Ég er eins og ég er, og fjölmörg önnur.

Tónleikar Páls Óskars og Sinfó slógu í gegn á sínum tíma og komust færri að en vildu. Nú er einstakt tækifæri til að upplifa glamúrinn og glitrandi gleðina sem fylgir Páli Óskari í öruggum faðmi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Music

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger