Saknaðarilmur

Hof

27. - 28 March

Ticket prices from

ISK 7,750

Magnaður efniviður Elísabetar Jökulsdóttur öðlast nýtt líf á leiksviðinu í meðförum sama listræna teymis og skapaði tímamótasýninguna Vertu úlfur.

Sú sýning hlaut einróma lof, sópaði að sér verðlaunum og hreif þjóðina svo mjög að hún var sýnd í þrjú leikár á Stóra sviðinu. Í þessari sýningu hafa þau Unnur Ösp og Björn Thors endaskipti á hlutverkum; nú er það Unnur sem leikur en Björn heldur um leikstjórnartaumana.

Sýningin fékk fjölda verðlauna á Grímunni 2024, þ.á.m. sýning ársins, leikrit ársins, leikkona ársins í aðalhlutverki (Unnur Ösp Stefánsdóttir) og tónlist ársins (Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson).

Þegar fullorðin skáldkona missir móður sína er komið að stóra uppgjörinu. Nú fyrst er hún tilbúin til þess að horfast í augu við erfiða æsku sína, föðurmissi, geðveikina, ástina og sturlað lífshlaup sitt. Af hverju náðu þessar tvær konur aldrei sambandi, þó að þær hafi deilt öllu lífi sínu, og reynt að horfast í augu í gegnum sorgir og sigra.

Leikari: Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikstjórn: Björn Thors
Höfundur: Unnur Ösp Stefánsdóttir, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur

Leikmynd: Elín Hansdóttir
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóðhönnun: Skúli Sverrisson, Aron Þór Arnaldsson og Ólöf Arnalds
Tónlist: Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson
Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger