Eitthvað um skýin

Tjarnarbíó

2 shows

Ticket prices from

ISK 4,900

Tilfinningar eru svolítið eins og skýin, sem koma og fara. Í nýjustu sóló-sýningu sinni í fullri lengd veltir danshöfundurinn, söngvarinn og dansarinn Ólöf Ingólfsdóttir þeim fyrir sér frá ýmsum hliðum í samspili söngs og hreyfingar. Mismunandi tímabil sögunnar mætast í samtali barokk aría og samtímadans, þar sem tilfinningarnar flæða tímalausar í fjölbreytni sinni; stundum glaðlegar, stundum mildar, stundum örar, stundum upphafnar. Smám saman afhjúpar „Eitthvað um skýin“ leit að friðsælum kjarna, mitt í flækjum tilverunnar, fjarri beiskum skuggaskýjum heimsins.

Ólöf Ingólfsdóttir var afkastamikill danshöfundur og dansari á árunum 1993 - 2010. Á þeim tíma samdi hún fjölmörg dansverk, kom fram sem dansari og performer og sinnti kennslu, m.a. í Listaháskóla Íslands. Ólöf steig út úr sviðsljósinu um skeið og sneri sér að öðrum störfum. Einnig lagði hún stund á klassískt söngnám. Eftir margra ára fjarveru snéri Ólöf aftur á svið sem

sóló listakona árið 2023 með verkið Sjö ljóð úr óskrifaðri ljóðabók. Fyrir það verk hlaut hún tilnefningar til Grímunnar sem Dansari ársins og Danshöfundur ársins.

„Eitthvað um skýin“ verður frumsýnt á Festival Quartier Danses í Montreal 11. september 2024. Frumsýning á Íslandi verður á Reykjavík Dance Festival 17. Nóvember.

Aðstandendur sýningar:

Danshöfundur og flytjandi: Ólöf Ingólfsdóttir

Dramatúrg: Thomas Schaupp

Leikmynd og búningur: Bryndís Ósk Þ Ingvarsdóttir

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Hljóðfæraleikur: Júlíana Elín Kjartansdóttir, fiðla, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, fiðla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló

Upptökur og hljóðvinnsla: Hallur Ingólfsson

Hljóðinnsetning og ráðgjöf: Kristín Waage

Grafísk hönnun á veggspjaldi: Hany Hadaya

Ljósmyndun og upptaka kynningarefnis: Björgvin Sigurðsson

Framkvæmdastjórn: Davíð Freyr Þórunnarson, MurMur productions

Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger