UNDIR

Tjarnarbíó

6 November

UNDIR er nýtt leikrit eftir Adolf Smára Unnarsson.

Neðanjarðarlestarstöð. Rétt fyrir hádegi. Fimm einstaklingar bíða eftir næstu lest þegar þau taka eftir því að einhver liggur hreyfingarlaus á teinunum. Hrasaði hann þangað niður? Missti hann eitthvað? Er hann fullur? Dáinn? Það eru bara fjórar mínútur í lestina. Hvað gengur manninum til? Eitt af einu mála persónurnar á brautarpallinum upp mynd af aðstæðunum, hvernig þau muna morguninn. Erfitt er þó að fá skýra heildarmynd þar sem öll hafa þau sína útgáfu af sögunni, sem oftar en ekki er í algjörri þversögn við orð hinna. Það eru bara þrjár mínútur í lestina. Ætlar enginn að gera neitt?! Ætlar enginn að hjálpa manninum? Það eru bara tvær mínútur í lestina...

UNDIR er nærgöngult og ágengt leikrit eftir Adolf Smára sem hefur vakið mikla athygli fyrir sýningar á borð við Nokkur augnablik um nótt, Ekkert er sorglegra en manneskjan og Kannibalen. Hér leikstýrir hann hópi efnilegra leikara í baneitraðri, óvæntri og háskalegri kómedíu þar sem hugmyndum okkar um náungakærleik, ábyrgð og samfélag er snúið á hvolf.

„Athyglisverð sýning sem kemur okkur við hér og nú!” Tmm.is, S.A.

„Vel formað verk, stundum áleitið, oftar fyndið!” Morgunblaðið, Þ.T.

„Flott, skemmtilegt og sterkt verk!” Lestrarklefinn, D.S.J.

Verkið var frumsýnt í Háskólabíói síðastliðið sumar undir formerkjum afturámóti, en færir sig nú yfir í Tjarnarbíó vegna mikilla vinsælda.

Aðstandendur:

Texti og leikstjórn: Adolf Smári Unnarsson

Ljós og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius

Búningar: Júlía Gunnarsdóttir

Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir

Aðstoð við uppfærslu: Ástrós Hind Rúnarsdóttir

Leikarar:

Berglind Halla Elíasdóttir

Björk Guðmundsdóttir

Fjölnir Gíslason

Jökull Smári Jakobsson

Vigdís Halla Birgisdóttir

Next shows

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger