Innkaupapokinn

Reykjavík City Theatre

5 shows

Ticket prices from

ISK 7,800

Innkaupapokinn
Kriðpleir og Elísabet Jökulsdóttir

Frumsýnt 7. mars

Salur: Litla svið

Leiksýningin Innkaupapokinn er vefur sem leikhópurinn Kriðpleir spinnur umhverfis veröld

Elísabetar Jökulsdóttur og leikrit hennar „Mundu töfrana“. Í verki Elísabetar, sem hún skrifaði

fyrst árið 1992, leita Ella og Trúðurinn bróðir hennar að „Barninu“ til þess að færa því tár

svo það geti syrgt pabba sinn og haldið áfram eigin tilveru. Handritið hefur verið hálfgert

olnbogabarn í íslensku leikhúsi í rúmlega 30 ár og aldrei ratað á svið þrátt fyrir þrotlausar

tilraunir höfundar og stöðug endurskrif. En í kjölfar þess að Ragnar Ísleifur Bragason,

meðlimur í leikhópnum Kriðpleir frétti af þrautargöngu Elísabetar hefur ný von kviknað því

Ragnar vill óður og uppvægur koma Elísabetu, frænku sinni, til bjargar með hjálp félaga sinna úr leikhópnum. Sumir gætu sagt að þetta væri eins og að fara úr öskunni í eldinn. Það er að minnsta kosti ekki vandræðalaust að lífga við gamlan galdur …

Leikhópurinn Kriðpleir er einn af virkari hópum íslensku sviðslistasenunnar. Hópurinn

hefur samið um tug verka fyrir leiksvið og útvarp, sýnt þau innanlands sem utan og hlotið

fjölmargar tilnefningar til Grímunnar.

Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir

og leikhópurinn

Leikstjórn: Bjarni Jónsson

og leikhópurinn

Leikmynd og búningar: Ragnheiður

Maísól Sturludóttir og Sigrún Hlín

Sigurðardóttir

Tónlist: Benni Hemm Hemm

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson

Þátttakendur:

Árni Vilhjálmsson

Friðgeir Einarsson

Ragnar Ísleifur Bragason

Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Saga Garðarsdóttir

Sigrún Hlín Sigurðardóttir

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger